Vefur þessi styðst við vafrakökur ( coookies ) til að varðveita óskir notanda um tungumál og til að geyma stöðu hjálparglugga.
Engra persónulegra upplýsinga er aflað né þær varðveittar. Nafn og netfang er sem gefið upp ef notandi vill senda skilaboð tengjast aðeins þeim boðum og ekki miðlað til annara en viðtakanda.
Viðbætur frá Google og Facebook geyma upplýsingar sem notandi hefur gefið á síðum viðkomandi aðila en eru ekki nýttar á þessum vef.

Velkomin í Ölfusborgir

Kyrrð, ró og víðátta

Neyðartilfelli

+ Veikindi eða slys

Ef veikindi eða slys ber að þarf að hringja í Neyðarnúmerið 112.

Bráðavekt er á Sjúkarhúsinu á Selfossi og síminn þar er 432 2000

Einnig er hægt að fá aðstoð læknavaktarinnar í síma 1700 

Koma

+ Lyklar afhending

Á föstudögum eru lyklar afhentir frá kl. 15:00 til kl. 20:30

Mánudaga til fimmtudaga eru lyklar afhentir frá 12:00 til 16:00

Lyklar eru afhentir í þjónustuhúsi.

+ Koma farangri í hús

Aka má að húsi til að losa farangur en síðan skal koma bifreið á ólæst stæði. 

+ Heiti potturinn

Heiti potturinn er tilbúinn við komu.

Setjið lokið í öryggiskeðju meðan potturinn er í notkun.

Lokið pottinum eftir notkun.

Umferð ökutækja á svæðinu

+ Læst svæði

Orlofssvæði læst nema á föstudegi ( almenni skiptidagur) .

Umgengni

+ Heiti potturinn

Heiti potturinn er tilbúinn við komu.

Setjið lokið í öryggiskeðju meðan potturinn er í notkun.

Lokið pottinum eftir notkun.

+ Reykingar

Öll hús reyklaus, notið stubbahúsin, verndum umhverfið og náttúruna.

+ Gæludýr

Hundar og kettir ekki leyfðir á orlofssvæðinu

+ Háreysti

Þar sem húsin standa þétt saman er fólk beðið um að taka tillit til nágranna varðandi hávaða

+ Tjöld og húsbílar

Ekki eru leyft að tjalda eða vera með húsvagna/bíla á svæðinu.

Sorp

+ Frágangur

Sorpgámar fyrir almennt heimilissorp og pappír eru á plani við þjónustuhús.

Ekki geyma rusl utandyra, Það getur freistað dýra.

+ Flöskur og dósir

Tunnur fyrir einnota drykkjarílát eru á svæðinu - ekki rusl í þær tunnur

Brottför

+ Frágangur húss

Skila þarf húsi eins og þú vilt koma að því, í síðasta lagi kl 12:00 á brottfarardegi.

+ Lyklaskil

Skila lykli í lyklabox eða í rauðan póstkassa í Afgreiðslu, eftir því sem við á.

+ Þvottur

Skila tuskum í tunnu við Afgreiðslu.
Ef lín hefur verið leigt skal skila því í tunnu við Afgreiðslu.

Aðgengi fyrir fatlaða

+ Hús með góðu aðgengi

Hús með góðu aðgengi fyrir hjólastól er í eigu Sameignarfélagsins og er leigt út af starsmönnum.

Húsið er mjög rúmgott, tvö svefnhenbergi, stofa og eldhús í einu rými, baðherbergi með sturtu.

Húsið er leigt út allt árið, yfir helgar á veturnar og viku á sumrin, upplýsingar í síma 483-4260 milli 12:00-16.00 virka daga.

Eingöngu leigt til félagsmanna innan ASÍ.

Sameignarfélag Ölfusborga - Ölfusborgum, 816 Ölfus - sími 483-4260 - fax 483-4960 - netfang olfusborgir@olfusborgir.is vafrakökur

Skilaboð

Hér má koma á framfæri athugasemdum eða hugmyndum varðandi rekstur og starfsemi Ölfusborga.

Einnig væri gaman að fá stuttar frásagnir um dvöl í Ölfusborgum eða annað sem heyrir til sögu Ölfusborga.

Hægt er að setja allt að 5 myndir samtímis á upphleðsluflötinn en það er hægt að senda fleirei meyndir með skilaboðunum.
Gott er að skýra innihalds þeirra, stað og geta þeirra sem á myndumun eru og höfunda í texta.

Ef skilaboðin varða tiltekið hús veldu það af listanum

Vefurinn

Vefurinn er unninn af Einari Bergmundi.

Umsjón og tæknilegur reksur vefsins er í hans umsjón.

Hér er hægt að senda athugasemdir, hugmyndir eða tilkynningar um eitthvað sem gæti verið í ólagi.

Vinsamlega látið netfang fylgja svo hægt sé að hafa samband sé þess þörf.

Athugasemdir eða hugmyndir varðandi starfsemi Ölfusborga er hægt að koma á framfæri með því að smella á talblöðrurnar neðst til hægri á vefsíðunni.