Ef veikindi eða slys ber að þarf að hringja í Neyðarnúmerið 112.
Bráðavekt er á Sjúkarhúsinu á Selfossi og síminn þar er 432 2000
Einnig er hægt að fá aðstoð læknavaktarinnar í síma 1700
Á föstudögum eru lyklar afhentir frá kl. 15:00 til kl. 20:30
Mánudaga til fimmtudaga eru lyklar afhentir frá 12:00 til 16:00
Lyklar eru afhentir í þjónustuhúsi.
Aka má að húsi til að losa farangur en síðan skal koma bifreið á ólæst stæði.
Heiti potturinn er tilbúinn við komu.
Setjið lokið í öryggiskeðju meðan potturinn er í notkun.
Lokið pottinum eftir notkun.
Orlofssvæði læst nema á föstudegi ( almenni skiptidagur) .
Heiti potturinn er tilbúinn við komu.
Setjið lokið í öryggiskeðju meðan potturinn er í notkun.
Lokið pottinum eftir notkun.
Öll hús reyklaus, notið stubbahúsin, verndum umhverfið og náttúruna.
Hundar og kettir ekki leyfðir á orlofssvæðinu
Þar sem húsin standa þétt saman er fólk beðið um að taka tillit til nágranna varðandi hávaða
Ekki eru leyft að tjalda eða vera með húsvagna/bíla á svæðinu.
Sorpgámar fyrir almennt heimilissorp og pappír eru á plani við þjónustuhús.
Ekki geyma rusl utandyra, Það getur freistað dýra.
Tunnur fyrir einnota drykkjarílát eru á svæðinu - ekki rusl í þær tunnur
Skila þarf húsi eins og þú vilt koma að því, í síðasta lagi kl 12:00 á brottfarardegi.
Skila lykli í lyklabox eða í rauðan póstkassa í Afgreiðslu, eftir því sem við á.
Skila tuskum í tunnu við Afgreiðslu.
Ef lín hefur verið leigt skal skila því í tunnu við Afgreiðslu.
Hús með góðu aðgengi fyrir hjólastól er í eigu Sameignarfélagsins og er leigt út af starsmönnum.
Húsið er mjög rúmgott, tvö svefnhenbergi, stofa og eldhús í einu rými, baðherbergi með sturtu.
Húsið er leigt út allt árið, yfir helgar á veturnar og viku á sumrin, upplýsingar í síma 483-4260 milli 12:00-16.00 virka daga.
Eingöngu leigt til félagsmanna innan ASÍ.