Vefur þessi styðst við vafrakökur ( coookies ) til að varðveita óskir notanda um tungumál og til að geyma stöðu hjálparglugga.
Engra persónulegra upplýsinga er aflað né þær varðveittar. Nafn og netfang er sem gefið upp ef notandi vill senda skilaboð tengjast aðeins þeim boðum og ekki miðlað til annara en viðtakanda.
Viðbætur frá Google og Facebook geyma upplýsingar sem notandi hefur gefið á síðum viðkomandi aðila en eru ekki nýttar á þessum vef.

Velkomin í Ölfusborgir

Kyrrð, ró og víðátta

Saga Ölfusborga

Picture

50 ára afmæli Ölfusborga

Einar Bergmundur

Þann 12. nóvember 2016 var haldið upp á 50 ára afmæli Ölfusborga. Í þvi tilefni var afhjúpað söguskilti við klettinn efst á svæðinu. Skliltið hannaði Guðrún Tryggvadóttir listamaður í Ölfusi. Stefán Pálsson sagnfræðingur hélt tölu og fór yfir helstu atriði ...

2016
12. nóvember 2016

Picture

Loftmynd 2012

Mats Wibe Lund

Mats Wibe Lund flaug yfir svæðið árið 2012 og hér er tjrágróður kominn vel á veg frá 1988 og nokkur skjólbelti komin til viðbótar. 

2012

Picture

40 ára afmæli Ölfusborga

Þann 14. september var haldið upp á 40 ára afmæli Ölfusborga. Í tilefni af því voru gróðursett tré í veðurblíðunni og gestir nutu góðra veitinga í þjónustumiðstöðinni. 

2005
14. september 2005

Picture

Loftmynd 1988

Mats Wibe Lund

Árið 1988 flaug Mats Wibe Lund yfir borgirnar og sést vel á mydinn hve skammt alltur trjágróður er kominn á veg.

Húsin eru öll komin upp.  

 

1988

Picture

Umfjöllun í Þjóðviljanum 1977

Ljósm. Þjóðvilja

„Skammt fyrir austan Hverageröi gefur að lita húsaþyrpingu uppi í hiíðinni. Á grænu túni standa 36 sérkennileg hús og um byggðina miðja rennur lækur og myndar foss i brattanum. Þetta eru orlofsheimili Alþýðusambands Islands. Afleggjarinn upp í þetta litla þorp hef ur verið lagður olíumöl og snyrtimennska situr ...

1977
17. júlí 1977

Picture

Eldgos í Heimaey

Eldgos hefst í Heimaey og allir íbúar Vestmannaeyja neyðast til að flytja upp á fastalandið. Stór hópur fær inni í Ölfusborgum. Verkalýðsfélögin bregðast við með því að leigja Héraðsskólann að Reykjum í eitt sumar fyrir félagsmenn sína.

1973
23. janúar 1973

Picture

Menningar- og fræðslumiðstöð alþýðu

Ljósm. Alþýðublaðs

Menningar- og fræðslumiðstöð alþýðu er komið á laggirnar að norrænni fyrirmynd. Meðal helstu viðfangsefna hennar er rekstur Félagsmálaskóla alþýðu, sem ætlað er að þjálfa trúnaðarmenn verkalýðshreyfingarinnar. Um árabil voru Ölfusborgir meginvettvangur þeirrar fræðslu.

1968

Picture

Upphaf Ölfusborga

1966

Picture

Afhending Ölfusborga

Oriofsheimilin undir Reykjafjalli í Ölfusi voru afhent Alþýðusambahdl Islands með viðhöf n ki. 3 í gærdag. Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.Í. veitti byggingunum viðtöku með ræðu og skýrði frá sögu orlofsheimilanna. Hann kunngjörði hið nýja nafn hverfisins — Ölfusborgir ...

1965
12. september 1965

Picture

Jarðnæði

Landbúnaðarráðherra lætur ASÍ í té tólf hektara landspildu úr landi Reykja. Undirbúningur að orlofshúsabyggðinni hefst að kappi. Ráðist er í jarðvegsvinnu og Sigvalda Thordarsyni arkitekt falið að hanna húsin. Fyrstu orlofsgestirnir gista á svæðinu í júní 1964 þótt formleg vígsluathöfn ...

1962

Picture

Framlag ríkisins

Ríkisstjórnin veitti á árunum 1957 og 1958 nokkuð fé í orlofshúsasjóð verkalýðshreyfingarinnar. Rétt fyrir ríkisstjórnarskipti í lok árs 1958 gaf Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra, sem jafnframt gegndi starfi forseta ASÍ, loforð fyrir landi undir orlofshúsabyggð. Ákveðið var að koma byggðinni fyrir ...

1957

Picture

Lög um orlof launafólks

Lög um orlof launafólks eru samþykkt á Alþingi, í kjölfar þess að ákvæði um orlofsrétt rötuðu inn í almenna kjarasamninga. Í fyrstu var miðið við tólf launaða orlofsdaga en þeim átti eftir að fjölga á næstu árum. Þar með skapaðist ...

1943
10. febrúar 1943


Sameignarfélag Ölfusborga - Ölfusborgum, 816 Ölfus - sími 483-4260 - fax 483-4960 - netfang olfusborgir@olfusborgir.is vafrakökur

Skilaboð

Hér má koma á framfæri athugasemdum eða hugmyndum varðandi rekstur og starfsemi Ölfusborga.

Einnig væri gaman að fá stuttar frásagnir um dvöl í Ölfusborgum eða annað sem heyrir til sögu Ölfusborga.

Hægt er að setja allt að 5 myndir samtímis á upphleðsluflötinn en það er hægt að senda fleirei meyndir með skilaboðunum.
Gott er að skýra innihalds þeirra, stað og geta þeirra sem á myndumun eru og höfunda í texta.

Ef skilaboðin varða tiltekið hús veldu það af listanum

Vefurinn

Vefurinn er unninn af Einari Bergmundi.

Umsjón og tæknilegur reksur vefsins er í hans umsjón.

Hér er hægt að senda athugasemdir, hugmyndir eða tilkynningar um eitthvað sem gæti verið í ólagi.

Vinsamlega látið netfang fylgja svo hægt sé að hafa samband sé þess þörf.

Athugasemdir eða hugmyndir varðandi starfsemi Ölfusborga er hægt að koma á framfæri með því að smella á talblöðrurnar neðst til hægri á vefsíðunni.